FRÍSK hélt í síðustu viku upp á námskeið fyrir svokallaða matsmenn vegna kvikmyndaskoðunar. Hver og einn félagsmaður er skyldugur samkvæmt lögum að notast við viðurkennda matsmenn þegar aldursmerkingar eru settar á efni sem fer til sýninga í kvikmyndahúsum eða í sjónvarpi. Námskeiðin voru tvö, annars vegar upprifjunarnámskeið fyrir núverandi matsmenn og hinsvegar námskeið fyrir nýja matsmenn. Alls sóttu tæplega 20 manns bæði námskeiðin frá öllum félagsmönnum FRÍSK. Aðalleiðbeinandi námskeiðsins var Martijn Huigsloot frá NICAM í Hollandi en FRÍSK er með samning við NICAM um notkun á kerfinu hér á landi og notast allir félagsmenn FRÍSK við þetta sama kerfi. Allar frekari upplýsingar um kvikmyndaskoðunarkerfið sem notast er við hér á landi má finna á www.kvikmyndaskodun.is
15 apr