Kvikmyndaskoðun

Kvikmyndaskoðun

FRÍSK rekur kvikmyndaskoðunarkerfið sem notað er fyrir íslenskan markað fyrir hönd félagsmanna sinna. Það felst m.a. í samræmingu verklagsreglna sem ábyrgðaraðilar nota til aldurs- og innihaldsmerkinga á kvikmyndum og tölvuleikjum. Kerfið er hollenskt og byggist á stöðlum NICAM (Netherlands Institute for the Classification of Audiovisual Media), sem er eitt viðurkenndasta skoðunarkerfi heims og er m.a. aðilinn á bak við hið viðurkennda PEGI-kerfi, sem tölvuleikjaframleiðendur hafa komið sér saman um að nota.

FRÍSK hefur gert samning við NICAM um notkun á kerfinu á Íslandi fyrir hönd ábyrgðaraðila og félagsmenn sína. Það sér um að þjálfa sérstaka matsmenn á Íslandi í samstarfi við NICAM og heldur úti og rekur síðuna kvikmyndaskodun.is fyrir hönd félagsmanna sinna. Þá rekur FRÍSK sérstaka matssíðu og gagnagrunn sem eingöngu er ætluð viðurkenndum matsmönnum og er notuð til að meta íslenskt og erlent efni sem ekki hefur verið aldursmerkt í Hollandi.

Allar frekari upplýsingar um aldursmerkingar á Íslandi er að finna á síðunni www.kvikmyndaskodun.is.