Aðsókn

Aðsókn að kvikmyndahúsum

FRÍSK rekur ASK (Aðsóknargrunn kvikmyndahúsanna), sem er eini viðurkenndi gagnagrunnurinn sem heldur utan um aðsóknartölur og tekjur kvikmyndahúsa á Íslandi og inniheldur sá grunnur upplýsingar frá árinu 1995 þegar fyrst var farið að halda formlega utan um aðsókn að kvikmyndahúsum.

ASKUR er í eigu kvikmyndahúsanna en umsjón og rekstur er alfarið í höndum FRÍSK. Á hverjum mánudegi (eða þriðjudegi ef mánudag ber upp á frídag) tekur FRÍSK saman tekjuhæstu kvikmyndir landsins helgina á undan og sendir á samstarfsaðila um allan heim, þar með talið fagtímarit, bandarísku kvikmyndastúdíóin og aðra tengda aðila. Tekið skal fram að vinsældir kvikmynda í kvikmyndahúsum er ávallt raðað eftir tekjum en ekki aðsókn.

Dreifingaraðilar kvikmynda í kvikmyndahúsum sjá sjálfir um að færa inn aðsóknartölur og tekjur fyrir sínar kvikmyndir í ASK áður en gagnagrunnurinn reiknar sjálfkrafa út tekjulista fyrir hverja helgi/viku. FRÍSK hefur hins vegar öflugar endurskoðunarheimildir og endurskoðar reglulega tölur dreifingaraðila til að tryggja að gagnagunnurinn sé réttur.

Tölur úr ASK eru einu formlegu aðsóknar- og tekjutölur kvikmynda á Íslandi og hann er m.a. notaður af Kvikmyndasjóði, hinu opinbera, Evrópusambandinu (MEDIA), Box Office Mojo og öðrum skyldum aðilum. Í grunninum er hægt að rekja aðsókn og tekjur hverrar einustu kvikmyndar sem sýnd hefur verið á Íslandi allt aftur til ársins 1995.

Vikulega lista yfir tekjuhæstu kvikmyndir í kvikmyndahúsum má finna HÉR.