HVAÐ ER FRÍSK?

FRÍSK (Félag rétthafa í sjónvarpi og kvikmyndum) eru hagsmunasamtök rétthafa kvikmynda- og sjónvarpsefnis. Félagið heldur utan um aðsóknartölur kvikmyndahúsa, rekur Kvikmyndaskoðun og gætir hagsmuna rétthafa.

Nánar hér

Heildarvelta framleiðslu og dreifingu kvikmynda og sjónvarpsefnis ásamt kvikmyndasýningum, dagskrárgerð og útsendingum sjónvarps og útvarps, var 34,5 milljarðar árið 2014. Það er álíka og heildarvelta mjólkur- eða kjötiðnaðarins í landinu.

Fjöldi ársverka í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðinum er um 1.300 talsins. Ársverkin í framleiðslu og dreifingu myndefnis auk útsendinga, eru því á við a.m.k. þrjú stóriðjuverkefni. Óbein ársverk eru að lágmarki 2.000.

Framlög ríkisins til greinarinnar eru um helmingi lægri en þær skattekjur sem ríkið fær á móti frá greininni. Hver króna frá ríkinu skilar sér því tvöfalt til baka. Um 88% landsmanna telja mikilvægt að sýnt sé innlent sjónvarps- og kvikmyndaefni.

Tap hins opinbera vegna ólöglegs streymis og niðurhals er um 350-400 milljónir króna árlega en fyrir þá upphæð mætti reka bæði embætti ríkissaksóknara og Hæstarétt.

Hvar get ég skoðað myndefni á löglegan hátt?

Smelltu hér til að skoða lista yfir efnisveitur sem bjóða aðgang að íslensku og erlendu efni á löglegan hátt.