Um félagið
Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK) er hagsmunasamtök rétthafa myndefnis, kvikmyndahúsa, myndefnisleiga og helstu sjónvarpsstöðva landsins. Félagið sinnir fyrir félagsmenn sína almennum sameiginlegum hagsmunamálum sem snúa að löggjafanum, hinu opinbera, neyslukönnunum, málefnum kvikmyndaskoðunar og aðsóknartölum kvikmyndahúsanna svo fátt eitt sé nefnt.
Félagið er ekki rekið í hagnaðarskyni og eru einu fjárveitingar þess félagsgjöld félagsmanna, kvikmyndaskoðunargjöld og sérstök gjöld sem félagið innheimtir af kvikmyndahúsum í tengslum við gagnagrunn sem það rekur til að halda utan um aðsóknartölur í kvikmyndahúsum. Félagið er ekki innheimtusamtök og fær enga styrki, hvorki frá hinu opinbera né öðrum.
Stjórn FRÍSK
Stjórn félagsins er skipuð fjórum aðilum ásamt einum varamanni. Að lágmarki skal einn aðili vera fulltrúi kvikmyndahúsa, einn fulltrúi sjónvarpsstöðva og/eða myndefnisleiga auk þess sem leitast skal við að hafa einn óháðan stjórnarmann ásamt stjórnarformanni. Félagið hefur heimildir til að ráða framkvæmdastjóra til að sinna daglegum rekstri félagsins ef þörf krefur. Stjórn félagsins er svo skipuð:
Fróði Steimgrímsson – stjórnarformaður (óháður)
Þorvaldur Árnason – Samfilm (fulltrúi kvikmyndahúsa)
Þóra Björg Clausen – Sýn (fulltrúi sjónvarpsstöðva)
Tómas Jónsson – (óháður).
Konstantin Mikaelsson – Sena (varamaður).
Aðild að FRÍSK eiga eftirtaldir:
• Heimili kvikmyndanna (Bíó Paradís)
• Myndform
• RÚV (Ríkisútvarpið Sjónvarp)
• Samfilm (Sambíóin)
• Sena
• Síminn
• Sýn (áður Vodafone og 365)